Innheimta Myntu - ný nálgun

Innheimta Myntu með sérsniðnum hugbúnaði hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja stjórna því hvernig innheimta vanskilakrafna fer fram. Með uppsetningu á innheimtukerfi Myntu fá fyrirtæki og stofnanir fullkomna stjórn og yfirsýn á vanskilakröfum sem leiðir til aukinna tekna, lækkunar á rekstrarkostnaði og hámörkun á arðsemi.

Þín innheimta

Mynta er fullkominn innheimtuhugbúnaður þar sem kröfuhafi stýrir öllu varðandi sínar kröfur. Við hjá Myntu lítum á okkur sem samstarfsaðila kröfuhafa, með það sameiginlega markmið að hámarka skil eins og frekast er kostur. Innheimtuaðgerðir eru sniðnar að þörfum kröfuhafa og er þjónustan kostnaðarlaus. Góð samskipti við greiðendur eru starfsfólki Myntu mikilvæg, enda grunnur að traustu viðskiptasambandi.