Mynta og Inkasso sameinast

Innheimtufyrirtækin Mynta og Inkasso eru nú í sameiningarferli. Starfseminni verður haldið áfram undir merkjum Inkasso, sem þýðir að greiðendur sem áður hafa samið við Myntu fá í dag greiðsluseðil í netbanka sinn í nafni Inkasso.    

Þín innheimta

Mynta er fullkominn innheimtuhugbúnaður þar sem kröfuhafi stýrir öllu varðandi sínar kröfur. Við hjá Myntu lítum á okkur sem samstarfsaðila kröfuhafa, með það sameiginlega markmið að hámarka skil eins og frekast er kostur. Innheimtuaðgerðir eru sniðnar að þörfum kröfuhafa og er þjónustan kostnaðarlaus. Góð samskipti við greiðendur eru starfsfólki Myntu mikilvæg, enda grunnur að traustu viðskiptasambandi.